20.10.2008 | 14:00
Comme des Garcons fyrir H&M
H&M verslanakeðjan hefur í þetta skiptið leita til Rei Kawakubo, hönnuð Comme des Garcons, til að hanna hönnunarlínu haustsins. H&M hefur áður leitað til Stellu McCartney, Karl Lagerfeld, Viktor & Rolf og Roberto Cavalli um að hanna línu og hafa allar notið gríðarlegra vinsælda - enda enginn sem fúlsar við hönnunarvarning á spottprís. Það verður að segjast að Comme des Garcons var ekki augljós valkostur fyrir verslunarkeðju miðaða að almenningi, en Rei er þekkt fyrir mjög svo framúrstefnulega hönnun og klæðileiki er eflaust ekki til í hennar huga. Þó að línan komi ekki í valdar verslanir fyrr en 13.nóvember, og myndir af línunni komi ekki á heimasíðu H&M fyrr en á fimmtudaginn, eru þó komnar myndir af allavega hluta línunnar á netið. Samkvæmt þeim er línan mikið til svört, þar sem mikið hefur verið lagt í framúrstefnuleg snið á pilsum, jökkum og buxum. Einnig er nokkuð af skyrtum, rauðum og bláum doppóttum og svo hvítum.
Meginflokkur: Verslanir | Aukaflokkar: Hönnuðir, Tískufréttir | Breytt 10.12.2008 kl. 18:20 | Facebook
Athugasemdir
Váááaáaaa þetta finnst mér lekker...hlakka til að fara og máta :)
Sigríður G. Malmquist, 21.10.2008 kl. 20:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.