11.10.2008 | 15:34
Tískuvika Mílanó vor/sumar '09
Tískuvikan í Mílanó var að mínu mati ekki eins spennandi og hún hefur verið. Ýmis stór nöfn stóðu ekki undir kröfum, en það voru þó fjórar sýningar sem mér þótti standa uppúr. Fyrir það fyrsta hélt Christopher Bailey, hönnuður Burberry Prorsum, svolítið áfram með svipuð look og fyrir haustið. Trench kápur, þröngar buxur með útvíðum skálmum og stór og stæðileg hálsmen voru þar á meðal. Efnin voru oft með litlum krumpum, sem sást einnig hjá Prada í stífara efni. Efnin hjá Burberry litu út fyrir að vera mjög þægileg og maður fékk frekar á tilfinninguna að hann hefði verið að hanna föt fyrir kósý rigningardaga heldur en heita sumardaga. Litirnir voru mjög skemmtilegir og báru flíkurnar oft dýfitækni (ombre) sem sást mikið á sýningarpöllum fyrir síðasta sumar. Að sögn Bailey var hann innblásinn af garðinum heima hjá sér, og má útskýra brúnu og mosagrænu litina þaðan. En að sýningu Derercuny, sem bar yfir sér nokkuð unglegan blæ. Stíllin var svolítil blanda af hippaáhrifum (chiffonkjólar) við glamúr (leður, svart glansefni og túrkíslitað silki). Saklausir hvítir kjólar og vesti með fjöðrum, sem hreinskilnislega minntu helst á engla, voru skreyddir með stórum speglapallíettum. Hönnuðurinn Mina Lee blandaði saman saklausu með djörfu; hvítum fjöðrum við svart leður. Tommaso Aquilano og Roberto Rimondi hava nýtekið við yfirhönnun hjá tískuhúsinu Gianfranco Ferré. Það getur verið erfitt verk að taka við virðulegri tískulínu en hönnuðirnir leituðust við að halda uppi sama stíl og áður hefur verið en einnig horfa til framtíðar og það sem nútímakonan vill. Sýningin var einungis í svarthvítu, gráu og beislituðu og var mesta áherslan lögð á sniðin sem voru úthugsuð (rúmfræðiform á borð við hring, ferning og þríhyrning) og mörg hver arkitektúrlega skúlptúruð. Þrátt fyrir sterk snið voru flíkurnar ekki stífar, heldur voru línurnar mjúkar og mikið um inndregin mitti með mjóum beltum á víðum sniðum. Lína Iceberg var ekki svo ólík Ferré. Það var nokkuð um svartan, hvítan og gráan og sterk snið en á móti komu líka litir, munstur og teygjuefni. Níundi áratugurinn var greinileg fyrirmynd þó með breyttum áherslum, þar má nefna axlir í yfirstærðum, samfestingar, stuttir jakkar, metal- og glansefni og teygjuleggings.
Flokkur: Tískusýningar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.