9.10.2008 | 17:53
Buxur vinsælar í vetur
Buxur gera svolítið comeback þetta haust og eru þær í allskonar sniðum og gerðum. Buxnasniðin eru mörg svolítið nýstárleg, blanda af harem buxum og ökklabuxum. Þær eru svolítið víðar í sér en eru rúmastar um mjaðmirnar og koma svo í bogalínu (bananaformaðar) niður leggina. Þótt þær hafi oft verið sýndar í ljósum litum á sýningarpöllum, fara svartar flestum betur þar sem þær vilja oft gera lærin stærri en þau eru. Það er því nauðsynlegt að vera í einhverju frekar aðsniðnu að ofan og alls ekki stórum og klunnalegum jökkum.
Í þrengri sniði eru níðþröngar teygjubuxur í munstri eða svörtu leðri sem mætti líkja við leggings. Þetta snið kemur í stað þröngu gulrótagallabuxnanna og getur verið flott að skipta þeim út fyrir öðruvísi niðurmjóar buxur úr flottu efni. Það er allavega bókað mál að þröngar leðurbuxur/leggings verða mjög heitar í vetur og ættu allir sem hafa vaxtarlagið, að klæðast þeim við víðari toppa og stutta kjóla úr léttum efnum, t.d. blúndu.
Meginflokkur: Trend | Aukaflokkur: Fræga fólkið | Breytt 10.10.2008 kl. 15:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.