Stór demantshálsmen

Sviðsljósið verður á hálsinn í vetur og eru allskyns hálsmenatrend í gangi. Mér finnst stór og svolítið klunnaleg demantshálsmen vera mjög flott, en þau sáust hjá mörgum stórum tískuhúsum. Steinarnir geta verið misstórir og mislita, eða sami liturinn en misjafnir tónar - það eru allaveganna útgáfur til. Steinarnir eru í yfirstærð og gefa þeir aukið drama, akkúrat það sem einfaldur svartur kjóll þarf – eitthvað eitt flott skart sem segir allt.

Margar ódýrar verslanakeðjur selja svipuð men en bara gervisteina, sem eru oft mjög flott þótt það sé ekki ekta og verðið náttúrulega hlægilegt miðað við rándýra demantsskartgripi. Það er einnig hægt að kíkja í vintage verslanir og sjá hvort þar sé eitthvað finna af fallegum  hálsmenum með lituðum, glitrandi steinum.

chunkyhalsmen
chunkyhalsmen2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband