Tískuvika London vor/sumar '09

Meirihlutinn af sýningu Armand Basi One var svört – og þar af leiðandi mjög frábrugðin öðrum sumarlínum. En þetta er það sem London er þekkt fyrir; að vera öðruvísi og áhættusamari. Á tískuvikunni í London er miklu meira af ungum og upprennandi hönnuðunum en í hinum borgunum, og þeir eru margir hverjir óháðir og listrænni fyrir vikið. En þótt sýning Armand Basi hafi verið svört (með smá af gráu og beige) var hún langt frá því að vera leiðinleg. Gegnsæ efni voru mikið notuð og voru sniðin sérstök – buxurnar víðar í bananaformi og pilsin há í mittið og mynduðu hringlaga form um mjaðmirnar. Þótt sýningin hafi verið djarfari en margar aðrar var þó fulltaf klæðilegum flíkum. Meadham Kirchhoff voru í svipuðum hugleiðingum, en það var einnig mikið af svörtu og gegnsæu þar. Blár spilaði einnig inní í formi gallaefnis en gallabuxurnar voru ólíkar því sem við höfum séð upp á síðkastið. Þær voru ýmist rifnar, með hnéhlífum eða krosssaumi og var þvotturinn nokkuð sérstakur. Þeir sýndu líka blúndusíðkjóla, sem sýndi kannski vott af hugmyndaleysi en buxurnar voru þó þar sem aðalathyglin lá. Ef við förum útí aðeins liðaglaðari sýningu, þá var Christopher Kane með nokkuð af skærappelsínugulum flíkum; þó að svartur, grár og hvítur hafi ekki verið langt undan. Hann fékk innblásturinn af sniðunum frá öpum úr myndinni Planet of The Apes. Leður og organza voru skorin í þrívíddarsnið sem kom ótrúlega vel út þótt það sé nokkuð áhættusöm ákvörðun að láta línunni byggjast í kringum það. Línan þótti einstaklega vel heppnuð og nútímaleg. Richard Nicoll var annar hönnuður sem notaði mikið af appelsínugulu en hann var einnig með bleikan, og blandaði þeim gjarnan saman. Hann var sem áður með framúrskarandi sníðagerð og voru buxurnar og jakkarnir á sínum stað. Það var samt létt yfir sýningunni og mikið af flíkum sem henta vel í heitu loftslagi, eins og stuttermablússur og hlýrakjólar. Þótt sýningin hafi byrjað í algjörri litasprengju færðist hún svo meira útí hlutlausara í hvítu og sæbláu.

 

london

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega flott síða hjá þér:)
----ef þú vilt kíkja---
www.myspace.com/run_olof

Guðrún Ólöf (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband