26.9.2008 | 19:25
Blúnda
Miuccia Prada setti hreinar línur fyrir komandi vetur þegar hún sendi út fyrirsætur í hverri blúnduflíkinni á fætur annarri. Það er ekki einu sinni hægt að ýminda sér hversu mikið efni af blúndu verði notað í Prada flíkurnar en það verður ekki lítið. Blúndan verður stórt trend en hún verður aðeins öðruvísi en við höfum þekkt hana. Burt með dúllulegar og ræfilslegar blúndur, því þær sem verða heitastar eru svartar og er blúndumunstrið stórt og áberandi.
Prada sagði um sýninguna að henni hafi í raun aldrei líkað vel við blúndur, en henni fannst þær mikilvægar konunni og ákvað að sjá hvort hún gæti gert þær nútímalegar. Aðrir hönnuðir fylgdu einmitt fast á hæla hennar, þó þeir hafi ekki tekið það eins bókstaflega. Blúndan birtist mest á kjólum og oft bara á ermunum eða efri partinum. Þeir sem vilja rétt svo dífa tánni ofan í geta svo fengið sér svartar blúndusokkabuxur, sem mega þó ekki vera með of litlum blúndum, við svartan minikjól og stóra chunky demantshálsfesti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.