Valdakonan

Einkunnarorð þessa trends eru völd og hálfgerð grimmd. Sniðin eru sterk og formin skúlptúruð, einfaldleikinn ræður ríkjum en samt á svo áhugaverðan hátt. Standardinn er nútímakonan – hún er valdamikil, djörf og kynþokkafull. Liturinn er svartur með öðrum hlutlausum litum inná milli. Loðfeldur kemur sterkur inn og undirstrikar völdin og veitir lúxusáhrif. Efnin eru frekar þung, sem hæfa þó sniðunum fullkomlega. Það var ekkert of þröngt eða vítt – einfaldlega fullkomlega sniðið.

Þessi stefna kemur svo sterk inn eftir þægilegan klæðnað sumarsins og má segja að sé algjör andstæða. Laus snið, munstur, litir og hippa og bóhemáhrif er skipt út fyrir skarpara heildarútlit – sem er klassískum konum eflaust kærkomið. En þetta er bara hluti af árstíðunum; sól, hiti og sumarfrí kalla á þægilegra og kærileysislegra útlit en kuldi og framatími bera með sér fagmannlegra og dekkra útlit.

vold

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband