Netið er framtíðin

Það hefur orðið alveg gífurleg aukning í netviðskiptum í tískuheiminum undanfarin ár. Til að mynda hefur hagnaður verslunarinnar ASOS, sem selur vörur sínar aðeins á netinu, hækkað um 90 % og er kominn í 150 milljónir dollara fyrir árið. ASOS var upphaflega stofnað sem verslun þar sem hægt var að fá ódýrar eftirlíkingar af hönnunarvörum sem stjörnurnar klæddust. Nú selur verslunin allan skalann og þar er að finna allt frá ódýrum vörum upp í dýran hönnunarvarning. Það eru til margar svipaðar verslanir og ASOS - þar sem hægt er að dressa sig upp eins og stjörnurnar en á lægra verði - en markaðssetning ASOS hefur spilað stórt hlutverk í velgenginni, ásamt því að vel hefur verið staðið að þróun fyrirtækisins.

Það eru þó ekki aðeins ódýrari netverslanir sem eru að gera það gott, en tískusíðan Net-a-Porter stendur mjög framarlega í netsölu á rándýrum lúxusmerkjum. Fyrir utan að vera verslun býður síðan einnig uppá ýmsar fréttir og nýjustu trendin, svo að viðskiptavinirnir fái allt það heitasta beint í æð - en það er líka liður í markaðsetningunni. Höfuðstöðvar Net-a-Porter eru í New York og var það stofnað fyrir 8 árum síðan. Nýjar vörur koma vikulega, en síðan er skoðuð af 1,25 milljónum kvenna mánaðarlega. Önnur svipuð verslun er matchesfashion.com en þeir eru einnig með 'raunverulega verslun'. Stækkun fyrirtækisins hefur verið um 300 % þetta ár. Forstjóri Matches segir hönnuði hafa verið trega að stökkva útí netverslanir í fyrstu. Það hefur þó sýnt sig að upptekið framafólk vill getað verslað á stað þar sem úrvalið er mikið. Þessi kostur er því bæði þægilegur og hagstæður.


mbl.is Hátískan seld á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband