19.9.2008 | 22:50
Grunge. Pönk. Dökkt. Dularfullt
Það sem heillaði mig mest við hausttískuna voru grunge áhrifin. Ég hef alltaf verið hrifin af frekar hráu og ófullkomnu lúkki. Trendin sem eru í uppáhaldi hjá mér eru grófir rennilásar, leðurleggings, köflótt og svartar blúndur. Svolítið dimmt og dularfullt; goth í bland við grunge með svolitlu pönki.
Alexander Wang er einn af mínum uppáhaldshönnuðum og einkenndist haustlína hans af hráu lúkki, leðri og þunnum prjónaflíkum. Götóttar sokkabuxur, pokalegar húfur og rennilásar var það sem gaf því fyrrnefnda flott smáatriði. Jakkarnir voru víðir og karlmannlegir á meðan pils voru aðþröng.
Hjá Balmain var þemað rokk og ról og var pönkið einnig sjáanlegt. Glansflíkur með pallíetturm og steinum; einnar erma kjólar; slöngu-/zebra-/blettatígraflíkur glysið og glamúrinn var svo sannarlega til staðar þar.
Givenchy tískuhúsið var með virkilega dularfulla sýningu þar sem leður og svarti liturinn spiluðu stórt hlutverk ásamt kristilegum táknum og keðjum. Rómantík kom aðeins inn í sýninguna í formi kremaðra og hvítra blússa, margar hverjar með pífum.
Preen sýningin varð fljótt vinsæl af köflóttu flíkunum. Mér finnst köflótt flottast þegar það er svolítið vítt og grunge-legt í bæði frekar þykkum efnum eða hálfgegnsætt; en báðar útgáfurnar sáust hjá Preen.
Meginflokkur: Tískusýningar | Aukaflokkur: Trend | Breytt 10.10.2008 kl. 16:00 | Facebook
Athugasemdir
Það er allt köflótt núna hér í Danmörku greinilega í anda Preen. Einmitt svo mikið um svona víðar og síðar skyrtur eins og er á neðstu myndinni til vinstri. En annars er svarti liturinn mjög ráðandi hérna núna og leðrið líka.
Sigríður G. Malmquist, 21.9.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.