Margherita Missoni

Margherita Missoni er 25 ára erfingi Missoni tískuveldisins. Margherita er ítölsk, en býr nú í New York og er að reyna fyrir sér í leiklistarbransanum. Hún hefur unnið fyrir Missoni síðustu árin, first sá hún um kynningu á tískuviðburðum en hún hefur einnig verið í auglýsingaherferðum. Þótt hún klæðist mikið fatnaði frá Missoni, er hún þó aldrei lifandi eftirmynd úr sýningunum. Hún blandar líflegum munstrum merkisins við látlausari liti, en oft hefur verið talað um að hún hafi mjög svo evrópskan stíl, sem fólk í Bandaríkjunum þykir eftirsóknarverður. Hún er aldrei leiðindagjörn í klæðaburði, blandar oft saman nokkrum stílum eins og boho hippaáhrifum við rokk og ról. Hún er ávallt elegant og oft fín, t.d. sýnir ekki of mikla húð en nær samt að gera það á þægilegan og látlausan hátt. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir fegurð; og gera dökkt hárið, brún húðin og kvenlegi líkaminn það að verkum að hún er ekkert síðri en margar fyrirsætur, enda hefur hún setið fyrir í auglýsingum Missoni með góðum árangri. Það sem er hvað skemmtilegast við hana, er að hún er aldrei of stíliseruð. Að hennar eigin sögn er ekki hægt að lýsa stílnum hennar í einu orði. Hún byrjar á einni flík sem henni langar að klæðast og byggir svo restina af outfitinu á því.

margheritamissoni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband