23.7.2008 | 21:28
Óheilbrigðar kröfur
Ég rakst á virkilega áhugavert myndband um líkamsmyndir í tískuheiminum. Bandaríska fyrirsætan Ali Michael átti mikilli velgengi að fagna á síðasta ári. Hún byrjaði að starfa sem fyrirsæta aðeins 15 ára gömul, þá tæp 60 kíló og 1.75 á hæð. Hún var beðin um að létta sig af umboðsskrifstofu sinni og fór niður í 46 kíló. Eftir læknisskoðun sem leiddi í ljós að þyngd hennar væri óheilbrigð, ákvað hún að gera eitthvað í sínum málum. Eftir vinnu með næringafræðingi og lækni náði hún bata, en var hafnað af tískuheiminum. Nokkur kíló réðu því hvort hún væri ein af vinsælustu fyrirsætunum í það að fá ekki að ganga í nema einni sýningu í París. Í myndbandinu er tekið viðtal við Ali, sem er nú 18 ára, og segir hún frá reynslu sinni af þrýstingi tískubransans.
Meginflokkur: Fyrirsætur | Aukaflokkur: Vídeó | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.