Ameríski draumurinn

Síðasta sumartrendið sem ég mun fjalla um eru rockabilly og Ameríku áhrifin. Allt frá indíanastíl til stjarna Ameríska fánans og köflótt munsturs rockabilly tískunnar.

Rockabillyið nær allt aftur til sjötta áratugarins, en hægt er að fá góðan innblástur úr Grease myndinni gömlu. Leðurjakkar, gingham munstur og rokk og ról eru eitt af aðalsmerkjum stílsins, en Frida Giannini hjá Gucci átti einna mesta þáttinn í trendinu þetta sumarið, en það mátti einnig sjá hjá Luella og Peter Jensen.

Stjörnur og rendur hafa verið mikið í sjónarsviðinu eftir sýningu Chanel. Ameríski fáninn var þar einna stærsti áhrifavaldurinn. Karl Lagerfeld sagði sýningu Chanel vera innblásna af Ameríku árin 1920-30. Stefano Pilati, hönnuðir YSL, sem sýndi stjörnur í sinni sýningu var með ýmis tákn og merki í huga.

Önnur ameríkuáhrif gættu í gallefni, en gallabuxur eru eitthvað mjög svo amerískt. Hver man ekki eftir Brooke Shields í Calvin Klein auglýsingunum? Christopher Kane sýndi rifið gallefni í fölbláum lit en gallaefni var einnig stór partur af sýningu Chanel, þó aðeins fágaðra en hjá Kane.

Kúrekar og indíanar voru ekki víðs fjarri, en kögur og Pocahantas munstur sáust bæði hjá Balmain og Emilio Pucci, en Matthew Williamsson sagði sýningu Pucci hafa verið byggða á road trip um Ameríku – rykug pastelefni minna á eyðimörkina og metal áhrif og valdamiklar flíkur fundu líkingu með glysborginni Las Vegas.

americana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband