Boho trendið endalausa

Bohemian trendið hefur verið vinsælt síðustu ár og í hvert skipti sem það virðist vera á leiðinni ’út’, tekur það á sig nýja stefnu. Árið 2005 var 'boho-chic' uppgötvað að nýju af stjörnum eins og Sienna Miller og Kate Moss, þar sem hippalegar samsetningar voru í aðalhlutverki. Boho stíllinn hefur farið í gegnum ýmsar breytingar síðustu ár og nú er talað um nýjan boho straum, það er búið að blanda lúxus og alþjóðlegum áhrifum við hann og útkoman er skemmtileg blanda af ríkmannlegum efnum og litum en sama kæruleysislega lúkkinu.

Þessi mynd af boho stílnum kom fyrst fram á sjónarsviðið í sýningu Balenciaga fyrir síðasta haust, þar sem ýmis þjóðleg áhrif blönduðust óvenjulega saman við tæknilegan skófatnað. Þjóðlegu áhrifin spönnuðu allt frá austur evrópskum þjóðarútsaum til ikat munstra. Sýningin vakti gríðarlega lukku og án efa ein af áhrífaríkustu sýningum vetursins 2007-8. Það hvernig munstrum var blandað saman á þægilegan máta, fatnaðurinn var hippalegur en með lúxus touchi – til að mynda voru palestínu klútar skreyttir með gulltjulli.

Í sumarsýningunum voru það hönnuðir á borð við Matthew Williamson sem endurgerðu boho strauminn. Nú bættust við ombre munsturtækni og komu litir skemmtilega út þegar þeim var dýft í aðra. Sumarlúkkið var aðeins tónað niður, þar sem lög af fatnaði og aukahlutum henta ekki eins vel í heitu mánuðunum. Metaláhrifin voru samt á sínum stað til að gefa glys í hippastílinn. Veronica Etro hélt einnig bohemian stílnum í sinni sýningu, en hún fékk innblástur úr litum og munstrum íbúa Tíbet og Indlands. Hún notaðist einnig við minjagripi frá Mexíkó og hugsaði línuna útfrá lífi heimamanna. Roberto Cavalli var undir áhrifum frá Afríku við gerð Just Cavalli línunnar, hvort sem það voru skreytingar á fatnaðinum eða munstur.

Fyrir næsta haust var svo munsturkóngur tískuheimsins til staðar með flott munstur sem tóku á sig tæknilega hlið, en það er aftur hinn eini sanni boho hönnuður Matthew Williamson sem hannar einnig undir merki Emilio Pucci. Það var allt svolítið sett á hærri stall, glamúrinn meiri, munstrin sterkari og áhrifaríkari og meiri tæknileg atriði. Lögin hafa minnkað og það er frekar áhersla á eitt munstur með nóg af aukahlutum.

Eins og sjá má eru hönnuðir undir áhrifum mismunandi heimsálfa til að fá svolítið alþjóðlegt og marglita útlit. En til að ná lúxus-alþjóðlega-boho straumnum, skal blanda saman sterkum litum, munstrum með vott af gulli, metalglingri og kæruleysi. Bætið dökkdumbrauðum nöglum við fyrir aukið drama. Þetta er ekki eins auðvelt og hið gamla boho útlit, heldur krefst þetta meiri fyrirhöfn, en útkoman er líka ólýsanlega flott og ófyrirsjáanleg.

boho


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ var að rekast á þessa síðu og vildi hrósa þér fyrir virkilega skemmtilega og áhugaverða síðu.
Ég vissi ekki af neinu íslensku tískubloggi.

Íslendingur í útlöndum (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband