Undirfataáhrif

Þar sem mikið er um rómantík fyrir sumarið voru undirfataáhrif áberandi á sýningarpöllunum. Kvenleg efni eins og silki, siffon og blúnda voru notuð á föt sem minntu helst á undirföt og náttföt. Þau voru þó ekki hugsuð sem slík, heldur frekar til að gefa öðruvísi tvist við hversdagslegri fatnað. Þannig er til dæmis hægt að klæðast fallegum undirfötum undir gegnsæja blússu, en gegnsæ efni eru eitt af stórum trendum sumarsins.

Það getur verið erfitt að klæðast þessu trendi án þess að sýna of mikið, og því skal hafa í huga að það byggist á áhrifum frá undirfötum og liggur því frekar mikið í smáatriðum. Því er best að vera uppdressaður frekar en að líta út eins og maður sé að fara í háttinn og klæðast rokkuðum aukahlutum við til að spila á móti rómantíkinni og væmninni. Þetta er trend sem hægt er að leika sér með og prófa sig svolítið áfram.

undirfot1

undirfot2

undirfot3


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband