Maxi kjólar

Maxi kjólar verða áfram vinsælir þetta sumarið. Bæði sýndu hönnuður þá á sumarsýningum fyrir þetta árið og einnig eru stjörnurnar farnar að klæðast flottum og sumarlegum síðum kjólum. Maxi kjólar eru skósíðir kjólar í fljótandi og þægilegum efnum og geta verið bæði með hlýrum eða hlýralausir. Þeir koma oftast í fallegum munstrum allt frá hippalegum blómaefnum til afríska tribal munstra. Einnig eru bjartir litir vinsælir og þá er þeim oft blandað saman.

Þótt flestir halda að maður þurfi að vera í fyrirsætuhæð til að klæðast slíkum kjólum er það ekki raunin. Langt í frá hafa smávaxnar Hollywood stjörnur klæðst þeim eins og Eva Longoria, Mary-Kate Olsen, Rachel Bilson og Nicole Richie, sem hefur sést í þeim oftar en einu sinni bæði síðasta sumar og einnig nú í vor. Þeir hafa einnig verið vinsælir á meðgöngu, en áðurnefnd Nicole klæddist nokkrum meðan hún var ólétt og nú hafa Jessica Alba og Gwen Stefani einnig sést í þægilegum maxi kjólum. Þeir virðast lengja frekar en stytta en það þarf samt að passa að kjóllin ‘gleypi’ ekki þann sem klæðist honum.

Það sem er svo æðislegt við maxi kjólana er hvað þeir eru þægilegur valkostur. Andstæðan við veturnar þegar maður þarf að klæða sig í margar spjarir og hugsa um að allt passi saman, þá getur verið gott að þurfa ekki að hugsa nánar en að fara í kjólinn og skella sér í smart sumarsandala við (eða sky-high hæla til að virðast hærri). Þeir henta einstaklega vel á daginn í sólinni. Málið er að þeir séu ekki of fínir, þ.e.a.s. efnið sé casual og munstrið sé suðrænt og litirnir hressandi. Þá er ekki hægt að klikka á þessum þægilega valkosti.

maxikjolar2

maxikjolar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband