25.4.2008 | 14:53
Ally Hilfiger
Ally Hilfiger, sem heitir í raun Alexandria, er 23 ára partýstelpa sem býr í borginni sem aldrei sefur New York. Hún er einna þekktust fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttum sem sýndir voru á MTV árið 2003, og bar hann heitið Rich Girls. Ástæðan fyrir titlinum er að Ally er erfingi Hilfiger fyrirtækisins, en faðir hennar Tommy Hilfiger þekkja flestir sem hinn týpíska ameríska fatahönnuð.
Hún snéri baki við raunverukeikaþáttaímyndinni og fór í nám við leiklistarskóla í New York. Í dag hefur hún ýmis verkefni í farteskinu og hefur snúið sér að kvikmyndaframleiðslu. Hvað hönnun snertir, hefur Ally ávallt verið iðin við að hjálpa föður sínum með fyrirtækið og hannaði á tímabili línuna H by Hilfiger. Hún er listræn og málar myndir. Sögur segja að hún hugi nú að stofnun tískuverslunar í Los Angeles og bíða margir spenntir eftir hvað verður úr því.
Hún hefur vakið athygli fyrir stíl sinn undanfarið og má segja að hún hafi komið sterk á sjónarsviðið eftir fjölmiðlalægð. Eins og við má búast klæðist hún fötum eftir föður sinn, en það verður aldrei áberandi. Hún lítur ekki út eins og auglýsing fyrir merkið. Stíll hennar er unglegur en í senn klæðilegur og jarðbundinn. Bjartir litir, stuttir kjólar og nördaleg gleraugu eru einkennandi fyrir hana. Hún styrkir mikið unga hönnuði en þótt að hún hafi efni á dýrum fötum þá gerir hún þau persónuleg með fallegum aukahlutum. Í heildina litið virðist hún ekki taka föt of alvarlega og er óhrædd við að nota áberandi liti og hafa svolítið gaman af þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.