14.4.2008 | 18:34
Glimmer augnförðun
Glimmer augu voru nokkuð áberandi fyrir sumarið. Ég veit að glimmer getur verið of ýkt, sérstaklega ef það er í mörgum litum eða of glitrandi. Þótt margir hönnuðir hafi sýnt mikil glimmer touch var það einungis til að búa til ákveðna stemningu og drama. Þegar maður tekur sýningarútlit og vinnur það inní hversdagsleikann þarf oft að dempa lúkkið niður. Þess vegna er nauðsynlegt að gera þessa augnmálningu nútímalega með því að halda sig við einn lit eða nota glimmer eyeliner.
Litirnir voru í nokkrum útgáfum. Til dæmis var nokkuð algengt fyrir aðeins hófsamara útlit, sem er auðveldara að herma eftir, að sýna svarta og gráa förðun með silfurglimmeri, í anda smoky augnförðunarinnar sem hefur verið vinsæl. Svo voru einnig sýndir litir allt frá bláum, fjólubláum og gulum. Charlotte Tilbury, sem farðaði á sýningu Missoni, segir að ríkulegir og sterkir litir séu flottastir og förðunin eigi að vera svolítið fersk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.