12.4.2008 | 01:08
Tískulíf Juliu Restoin-Roitfeld
Julia Restoin-Roitfeld, dóttir Carine Roitfeld (ritstjóra franska Vogue), deilir áhuga sínum á tísku með móður sinni en hún útskrifaðist úr hönnunarskólanum Parsons í New York árið 2006. Nú starfar hún hjá hönnunarfyrirtækinu Baron & Baron og felst starf hennar í listrænni hlið tískuauglýsinga hjá tímaritum, en hún vinnur mikið við grafíska hönnun.
Frá unga aldri hefur Julia alltaf verið uppreisnargjörn í klæðaburði. Á meðan allar litlu frönsku skólastelpurnar voru klæddar í stílhrein föt í hvítu eða svörtu mætti hún í skólann í glansbuxum. Hún er á 27. ári í dag, en þegar hún var um 10 ára fattaði hún úr hvaða tískubakgrunni hún væri í raun komin. Faðir hennar átti fatamerkið Equipment, og mamma hennar hefur starfað sem stílisti meirihluta ferils síns. Carine tók hana stundum með í myndatökur og fannst Juliu æðislegt að hitta ýmist tískufólk á svo ungum aldri. Hún áttaði sig snemma á því hvers konar hæfileika mamma hennar hafði í sambandi við stíl, en fór samt í gegnum ákveðið mótþróaskeið. Hún hataði þegar mamma hennar sagði að eitthvað væri ljótt og hún vissi að það væri satt - hún vildi samt gera hlutina á sínum eigin forsendum.
Julia finnst áhugaverð völdin sem tískuiðnaðurinn hefur. Þrátt fyrir að föt séu fyrir sumu fólki einungis leið til að hylja líkamann, þá lítur hún á þau sem einhvers konar nútímalist. Henni finnst þau samt þurfa að hafa einhvern tilgang, og viðurkennir að verslunarferðir séu ekki eitt af aðaláhugamálunum. Hún var alin upp í París en býr nú í New York en þessar tvær borgir búa yfir ólíkri menningu. Henni finnst hún geta klæðst hverju sem er í New York, fólk er ekki eins dómhart. Í París hafa konur ákveðin klassa en í New York eru föt fyrst og fremst skemmtun og fólk er almennt opið fyrir nýjum hugmyndum.
Tom Ford valdi Juliu sem andlit ilmvatns síns Black Orchid sem kom út árið 2006. Ford hefur þekkt Juliu síðan hún var lítil og honum fannst gaman að hafa séð hana þroskast í fallega konu. Henni finnst hún vera fullkomin fyrirmynd fegurðar og segist ekki hafa viljað fyrirsætu sem andlit ilmsins, heldur einhverja með áhugaverðan persónuleika. Henni sjálfri fannst mikill heiður að vera beðin um þetta verkefni og fannst það óvænt. Hún tekur það samt mjög alvarlega af því hún lítur upp til Tom Ford, og einnig af því þetta er hans fyrsti ilmur.
Stíll Juliu getur verið svolítið rokkaralegur og líkir um margt til stíl móður sinnar, þótt hennar hafi unglegra og hrárra yfirbragð. Hún nær að klæða línurnar sínar með því að undirstrika það góða. Sjálf segir hún góðan stíl nást með því að klæða sig eftir líkamsvexti og persónuleika. Uppáhaldshönnuðurinn hennar er einnig í uppáhaldi hjá móður hennar, en það er Azzedine Alaia, fyrir það hvernig hönnun hans fer kvenlegum vexti vel. Besta ráðið sem mamma hennar hefur gefið henni er að eltast ekki endalaust á eftir trendum, þau breytast of oft. Þrátt fyrir að versla í hönnunarbúðum og mæta á tískusýningar finnst henni gaman að fara í vintage verslanir, auk þess sem Carine leyfir henni að fara í skápinn sinn eitthvað sem hún verður alltaf öfunduð af.
Athugasemdir
kvitta venjulega ekki fyrir mig, bara nenni því ekki....
en takk fyrir frábært blogg, lov it jú nó!
kveðja
Harpa
a.k.a makeupartist:)
Harpa Oddbjörnsdóttir, 12.4.2008 kl. 02:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.