8.4.2008 | 17:27
Grískir gyðjukjólar
Fyrir sumarið voru grískir kjólar nokkuð áberandi hjá hönnuðunum. Kjólarnir eru innblástnir af grískum gyðjum til forna. Þeir eru í dreymandi efnum með rykkingum og oft með aðra öxlina bera. Það sem er svo æðislegt við þessa kjóla er kvenleikinn, sniðið leikur um vöxtinn þótt að stundum séu þau víð. Til að forðast of víð snið, getur verið flott að vera með þunnt bellti í mittinu.
Á sýningarpöllunum voru þeir bæði stuttir og skósíðir. Litirnir voru allt frá mildum pasteltónum til skæra lita. Það er mikill fjölbreytileiki og því geta allir fundið snið og liti sem henta. Þótt þessir kjólar séu oftast í fínni kantinum er tilvalið að klæðast þeim casual á fallegum sumardegi. Bæði háir hælar og fallegir sandalar henta, og því hægt að nota við ýmis tilefni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.