8.4.2008 | 17:13
Batman & Bambi
Tíska þarf ekki alltaf að þýða alvarleiki - í sumarlínunum mátti sjá ýmsar teiknimyndapersónur og ofurhetjur í formi munsturs. Luella tók þennan innblástur hvað hæst með Batman munstri, en hún sýndi bæði boli og jakkaföt í munstrinu. Dádýrið Bambi bar einnig fyrir sjónir í sýningum Giles og Vivienne Westwood. Í tilfelli Giles var það kvenlegur kjóll og hattur sem báru munstrið en Westwood sýndi Bamba á stuttermabol. Dolce og Gabbana voru með hestamunstur á þykkri prjónapeysu fyrir sýningu D&G. Peysan minnti heldur mikið á þjóðlegar ullarpeysur, en gyllta pilsið gaf þó sveitafílingnum svolítið glys. Höfrungarnir hennar Stellu McCartney voru hressandi munstur og voru ef til vill eilítið ungbarnalegir á þessum ljósbláa bakgrunni. Marc Jacobs toppaði þó allt þegar hann gekk út í sýningu Louis Vuitton með Svamp Sveinsson á tösku. Það vakti mikla kátínu sýningargesta enda eflaust bara gert fyrir húmorinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.