8.4.2008 | 17:03
Clutches í slönguskinni
Svokallaðar clutches hafa verið vinsælar undanfarið, en það eru frekar litlar og meðfærilegar töskur. Þær eru hið fullkomna svar við trendinu á töskum í yfirstærðum sem hafa verið helsta töskutrendið síðusta árið. Clutches hafa bæði sést á rauða dreglinum og á götustílsbloggsíðum. Þessar töskur hafa vanalega einungis verið notaðar í fínni tilefnum, en nú eru þær farnar að sjást á stjörnunum á daginn. Flottast þykir að hafa þær svolítið stórar enda þægilegra svo allar nauðsynjar komist ofan í. Töskurnar hafa oftast enga ól og er því haldið á þeim með annarri hendi. Þær voru mjög vinsælar á sýningarpöllum fyrir sumarið og var slöngu- og krókódílaskinn vinsælt efni.
Vintage verslanir hafa ágætt úrval af svipuðum töskum í slönguskinni, aðallega í svörtu, navy bláu og vínrauðu. Svo hef ég séð nokkrar í tískuverslunum, svo það er um að gera að hafa augun opin fyrir nýjasta trendinu.
Meginflokkur: Aukahlutir | Aukaflokkur: Fræga fólkið | Breytt 10.10.2008 kl. 16:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.