Færsluflokkur: Fegurð

Hárslaufur

Það er alltaf gaman að skoða hártískuna, og það er sérstaklega gaman að finna flott hártrend á sýningarpöllunum sem auðvelt er að herma eftir. Eitt af þessum trendum sumarsins eru slaufur. Þær sáust hjá nokkrum hönnuðum í hárinu, frekar ýktar og áberandi. Þær eru svipað höfuðprýði og skreyddar spangir sem hafa verið vinsælar undanfarið. Þótt slaufur minni svolítið á krúttlegar litlar stelpur með satínborða í hári voru þessar stórar og frekar ójafnar - ekki of fínar. Þær voru smá messý og komu meira að segja í öðruvísi efnum eins og PVC plastefni. Til að gera lúkkið enn harðara er flott að hafa hárið svolítið úfið.

slaufur
Fleiri hártrend sumarsins.

Glimmer augnförðun

Glimmer augu voru nokkuð áberandi fyrir sumarið. Ég veit að glimmer getur verið of ýkt, sérstaklega ef það er í mörgum litum eða of glitrandi. Þótt margir hönnuðir hafi sýnt mikil glimmer touch var það einungis til að búa til ákveðna stemningu og drama. Þegar maður tekur sýningarútlit og vinnur það inní hversdagsleikann þarf oft að dempa lúkkið niður. Þess vegna er nauðsynlegt að gera þessa augnmálningu nútímalega með því að halda sig við einn lit eða nota glimmer eyeliner.

Litirnir voru í nokkrum útgáfum. Til dæmis var nokkuð algengt fyrir aðeins hófsamara útlit, sem er auðveldara að herma eftir, að sýna svarta og gráa förðun með silfurglimmeri, í anda smoky augnförðunarinnar sem hefur verið vinsæl. Svo voru einnig sýndir litir allt frá bláum, fjólubláum og gulum. Charlotte Tilbury, sem farðaði á sýningu Missoni, segir að ríkulegir og sterkir litir séu flottastir og förðunin eigi að vera svolítið fersk.

glimmeraugu

Bleikar kinnar

Förðunin fyrir sumarið verður, eins og svo oft á sumrin, létt. Þegar meiri birta og sól er úti, þá er ekki við hæfi að bera mikinn farða. Þar sem fatatískan í sumar verður rómantísk og þægileg fylgir förðunin svolítið með.

Það heitasta í kinnalitum verða bleikir tónar og sáust þeir nokkuð mikið á sýningarpöllum hönnuða allt frá hinum frumlegu Viktor & Rolf til hins klassíska Ralph Lauren. Þegar farðinn er léttur eru bleikir tónar bestir til að ýta undir ferskleika húðarinnar. Tónarnir eru allt frá pastel bleikum til bjartra. Í sumum sýningum voru framanverðar kinnarnar bleikar en hjá öðrum náði liturinn upp kinnbeinið og alveg að augnkrókum. Það er svolítið öðruvísi en flott í senn.

Stjörnurnar hafa verið að gefa tóninn fyrir sumarið á rauða dreglinum upp á síðkastið með rósóttar kinnar. Meðal þeirra eru Kate Hudson, Kate Bosworth og Kirsten Dunst.

bleikarkinnar

Hártíska sumarsins

Fyrir sumarið eru nokkur hártrend í gangi, ef marka má sýningarpalla hönnuðanna. Mikið er um úfið hár en einnig mátti sjá fágaðra útlit þar sem hárið var sleikt aftur í snúð eða tagl. Hér koma myndir og lýsingar á aðaltrendum sumarsins.

hartiskan1
hartiskan2
hartiskan3
hartiskan4
hartiskan5

Klikkið á myndirnar til að sjá þær stærri


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband