Ný kynslóð breskra hönnuða

Danielle Scutt, House of Holland, Louise Goldin, Mark Fast, Mary Katrantzou, Meadham Kirchhoff, Nasir Mazhar og Peter Pilotto fengu öll all eftirsóknaverðan styrk, Ný kynslóð, á dögunum frá Breska tískuráðinu. Styrkurinn, sem er styrktur af Topshop, mun vera ætlaður til notkunar fyrir tískuvikuna í London í febrúar. Fyrir utan fyrrnefnd nöfn fengu einnig fleiri upprennandi hönnuðir styrki til að sýna á sýningu á tískuvikunni í London.

Styrkurinn Ný kynslóð var settur á stofn árið 1993 og hefur hjálpað stórum nöfnum á borð við Alexander McQueen, Matthew Williamson og Jonathan Saunders að þróa merki sín. Styrkurinn er því virtur og talinn góður stuðningur við hæfileikaríka hönnuða í iðnaðinum.

"Ný kynslóð er einn elsti hlekkur hönnunarstuðnings Breska tískuráðsins. Hann er alþjóðlega þekktur fyrir að styðja bestu hönnuði London og á met fyrir að hjálpa til að stofnsetja merki sumra af virtustu hönnuðum heims," segir formaður tískuráðsins, Hilary Riva. "Ég efa ekki að þessir nýju hönnuðir munu þróa árangursríka ferla í bransanum."

Mary Homer, stjórnandi Topshop bætir við "Á tímum efnahagskreppu er stuðningur við efnilega hönnuði mikilvægari en vanalega og helst því sem forgangur innan stefnu merkisins. Við erum sérstaklega spennt yfir flóru hæfileikanna sem við styrkjum þetta ár sem ásamt öðrum inniheldur hattahönnuði, skóhönnuði og prjónaflíkusérfræðing."

bfc

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband