Móment úr tískuvikum næsta sumars

Í hverjum tískuvikum fyrir nýja árstíð eru alltaf sýningar sem standa uppúr, ekki endilega fyrir fallega hönnun heldur fyrir sérstaka sýningu á einhvern hátt. Það getur verið óvenjulegt umhverfi sýningarpallsins, fatnað sem líkist einhverju öðru en fatnaði, skrýtið hár eða virkilega ýkta förðun. Tískuvikur næsta vors og sumar innihéldu að venju nokkrar svonar sýningar.

1. Rick Owens

Tíska hefur stundum fundið sér leið með pólitík (Vivienne Westwood) og trúarbrögðum (Givenchy haust ’08), en Rick Owens tengdi sýningu sína fyrir sumarið einmitt trúarbrögðum – hann sendi fyrirsætur á sýningarpallana sem nunnur. Sýningin var víst mjög táknræn og áhrifamikil, sérstaklega þegar her af fyrirsætum/nunnum komu út í lokaatriðinu innan um reyk. Rick Owens kann að skapa andrúmsloft í kringum sýningar sínar og þessi var ekki undanskilin. Skuplurnar gáfu annars svörtu og dularfullu fötunum sakleysislegri blæ.

2. Karl Lagerfeld

Íkonið Karl Lagerfeld hefur alltaf verið umdeildur, og talin hálfgjör goðsögn í tískuheiminum. Fyrir utan að hanna fyrir tískurisana Chanel og Fendi, hannar hann undir eigin merki sem heitir í höfuðið á honum. Eitthvað hefur hann þurft að ýta undir ímynd sína enn meira (sbr. bangsann) með því að prenta andlit sitt á tösku sem fyrirsætan Angela Lindvall bar þegar hún þrammaði pallinn. Þótt hugmyndin líti í fyrstu út fyrir að vera einkar hallærisleg og ekkert annað en auglýsing á andliti hans, var handfang veskisins í augastað Karls. Fyrirsætan notaði svo töskuna sem grímu með sínum augum í handfanginu. Það er svo spurning hversu vinsæl Lagerfeld taskan verður.

3. Maison Martin Margiela

Margiela er mikill í heimi óraunveruleikans. Kreppa getur látið hvaða hönnuð sem er einbeita sér að því að selja frekar en að fara eftir sínu listrænu insæi. En sem betur fer var Margiela einn af þeim sem hélt ótrauður áfram á sinni braut, þar sem hann sýnir föt sem ögra mannslíkamanum, fulla af tálmynd. Í þetta skiptið voru fyrirsætur andlistlausar, en andlitin voru hulin bakvið efni sem líktist nylonsokkabuxum og sumar fengu meira að segja stóran lubba af hárkollu fyrir andlitið. Hvort hann hafi verið að reyna að gera fyrirsæturnar ‘nafnlausar’ og viljað hafa alla athygli á hönnun sinni. Það breytir því ekki að hugmyndin var frekar skrýtin og maður hugsar með sér hvort fyrirsæturnar hafi yfir höfuð séð eitthvað.

4. Comme des Garcons

Ásamt Margiela eru Comme des Garcons alltaf á listum sem þessum. Garcons gefa tískunni allt aðra dýpt en hinir almennu hönnuðir. Þeir eru sjaldan taldnir með í trendum, enda ekki hægt að taka þeirra sköpun með annarri hönnun, hún hefur sjálfstæða rödd. Svipað og hjá Margiela, voru fyrirsætur óvenjulegur um höfuðið. En þær virtust bera risastórt kandífloss á hausnum. Fötin voru svört og púffuð í sniðinu, og því var ýkingin í hárinu aðeins að ýta undir ýktina í fötunum.

5. Junya Watanabe

Það er ekkert lát á gígantískum höfuðprýðum, því Watanabe sýndi einhverskonar hárskreytingu í líkingu við þær sem afrískar konur bera. Þessar voru reyndar fylltar með blómum í litríkum klútum og báru svo sannarlega með sér sumarlegan blæ. Með fuglasöng sem undirspil sýningarinnar og alla litadýrðina voru túrbanin einungis punkturinn yfir i-ið og kórónuðu allt hitt. Þótt hönnun Watanabe sé kannski ekki allra smekkur, er ekki hægt annað en að ganga glaður út af svona sýningu.

6. Marni

Marni hafa ekki verið þekktir fyrir of mikla dramatík. Þótt litir séu algengir í þeirra sýningum er vanalegast ekki mikið um virkilega óvenjulega eða áberandi hönnun – fyrir utan aukahlutina. Fyrir nokkrum árstíðum urðu stór hálsmen Marni virkilega vinsæl og nú hafa þeir aftur komið með ekki bara hálsmen heldur einnig eyrnalokka í virkilegri yfirstærð. Virtust þessir hlutir vera úr einhverskonar jarðlegu efni eins og skeljum eða öðru þvíumlíku. Það vantaði ekki litina eins og hjá Marni yfir höfuð, en sumir segja að þeir hafi farið of langt með stærð hlutanna. Öðrum finnst að hálsmenið geti notið sín vel án eyrnalokkanna og öfugt. Skartið eru allavega umdeilt og gaman verður að sjá hversu klæðilegir þeir verða þegar nær dregur sumri.

7. Fendi

Hér er Karl Lagerfeld aftur að verki, en hár fyrirsæta hjá Fendi var í hálfgerri óreiðu. Þetta gerist þegar hárgreiðslumanninum eru gefnir margir brúsar af hárspreyi og sagt að gera ‘big hair’. Útkoman var vægast sagt mögnuð þótt sumum hafi fundist hárið of úfið fyrir svo virt tískuhús og virta hönnun. Suzy Menkes lýsir þessu ágætlega ,,óvenjulegt hárið, blásið fram eins og rafmagnaður stormur hafi gengið yfir’’. Að þessu sögðu, þá var hárið eiginlega bara frekar fyndið en eitthvað annað.

8. Viktor & Rolf

Sýning Viktor og Rolf að þessu sinni var ekki af eins mikilli stærðargráðu og hefur verið og virtust þeir einbeita sér að frekar klæðilegum flíkum – allavega miðað við áður. Kannski kreppan hafi áhrif á þá ákvörðun, en þetta eru samt ekki miklar kreppuflíkur, margar hverjar alskreyttar demöntum. Síðasti klæðnaðurinn sem kom fram var kjóll sem virtist vera innblásinn af kuðungi í sniði. Fyrsta lúkkið sem fór fram var einnig með keim af sama sniði, en lokunarlúkkið var svona til að toppa allt – til að sýna að þeir geta enn komið með eitthvað virkilega öðruvísi.

ssmoments


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband