Götótt og tætt

Stundum verða ótrúlegustu trend vinsæl. Fyrir nokkrum árum voru snjáðar og götóttar gallabuxur í frekar ljósum þvotti, vinsælar. Þannig buxur hafa ekki sést í tískuheiminum í þónokkurn tíma, en núna með komu grunge tískunnar er götótt orðið heitt. Þó alls ekki í sömu mynd og áður. Það má segja að Alexander Wang og Maison Martin Margiela hafi komið bylgjunni á stað, Wang með götóttum, þunnum sokkabuxum og Margiela (sem er þekktur fyrir spes hönnun) með gallabuxur sem eru tættar að framan.

Trendin eru vinsæl hjá fólki sem aðhyllist frekar hráan stíl og hafa fyrirsætur á borð við Erin Wasson og Agyness Deyn sést í tættum gallabuxum. Sokkabuxur með götum og lykkjufalli að hætti Wang sjást oftar en ekki á tískubloggurum. Útfrá þessum trendum hefur einnig borið á leggings með lárettum útklippum á hliðunum, en fyrirsætan Anja Rubik, hefur m.a. sýnt þá útgáfu.

Það sem er best við allar útgáfurnar; buxurnar, leggingsarnar og sokkabuxurnar, er að allt þetta er hægt að framkvæma heima hjá sér með flíkina og skæri að vopni. Buxurnar eru kannski flóknasta verkefnið, en sokkabuxurnar ættu ekki að vera erfiðar í framkvæmd. Mig grunar að einhverjum finnist götóttar sokkabuxur einfaldlega ekki töff, en með þykkum sokkum, ökklaháhælum skóm og þykkri prjónapeysu/víðri skyrtu er lúkkið tilbúið. Bætið við beanie húfu og biker jakka fyrir aukatöffaraskap, a la Wang.

buxur

 leggings

 sokkabuxur

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband