Köflótt

Köflótt er að tröllríða öllu um þessar mundir og er það eitt af aðaltrendum komandi vetrar. Það kom í öllum útgáfum sem hugsast getur; munstrið var bæði lítið og stórt, það minnti ýmist á skosk hálönd eða rokktímabil Nirvana og sást á kápum og skyrtum sem og buxum og pilsum. Það er allavega ekki erfitt að verða sér úti um eins og eitt stykki köflótta flík í vetrarinnkaupunum.

Þegar kemur að köflóttum skyrtum ber að forðast þröngum útgáfum í kántrý/kúrekastíl, mér finnst allavega flottast þegar skyrtur koma við sögu að þær séu svolítið víðar og að munstrið sé svolítið stórt. Ég kýs frekar dekkri köflótt munstur í stað æpandi lita, og finnst mér flottara þegar þetta trend er í svolitlum grunge stíl. Það er samt svo mikið úrval að það er um að gera að finna réttu köflóttu flíkina til að lúkka vel í vetur.

koflott

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband