Tískuveldi Philip Green

philipgreenAuðjöfurinn Philip Green hefur verið mikið í fréttum bæði hér og í Bretlandi að undanförnu. Green á nú þegar stóran hluta af 'high street' keðjum á borð við Topshop, Topman, Miss Selfridge, Evans og Dorothy Perkins - undir Arcadia Group. Hann er sjöundi ríkasti maður Bretlands og er talinn ráða yfir stórum hluta fatakeðjubransans þar úti. Fjaðrafokið í kringum hann, er vegna áætlana um að tvöfalda veldi sitt, og kaupa Baug. En Baugur á nú þegar stóran hluta af fatakeðjum, þar á meðal Oasis, Warehouse, Whistles, Shoe Studio og All Saints. Áhyggjurnar liggja yfir því að hann gæti, eftir kaupin á Baugi, haft völd yfir miklum meirihluta af breskum tískuvörukeðjum.

Jane Shepherdson vann fyrir Green í mörg ár og átti stóran þátt í að koma Topshop á þann stað sem það er í dag. Árið 2007 sagði hún af sér og var ástæðan talin vera ósamkomulag milli hennar og Green. Hún starfar nú undir Baugi, sem forstjóri Whistles, og eru margir spenntir að sjá hvort hún muni fá gamla yfirmanninn aftur. Það verður allavega gaman að sjá hvernig allt fer ef Green kaupir Baug og veldið hans stækkar til muna.

Heimild


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband