Panda augu

Augnförðunin var dökk í sýningum fyrir haust og vetur, og voru svokölluð panda augu nokkuð áberandi. Þar voru augun máluð kolsvört yfir stórt svæði, en þessi förðun er líklega best geymd fyrir kvöldið. Augun voru ýmist förðuð með dökkgráum og silfruðum tónum á augnlokin í að vera þakin svörtu allan hringinn – þaðan sem pandanafnið kemur. Pat McGrath, einn færasti förðunarmeistarinn í dag, notaði svartan kremaugnskugga þegar hún farðaði fyrir Lanvin og sleppti maskaranum.

Smoky förðun hefur verið mjög vinsæl upp á síðkastið og má segja að þessi förðun sé ýktari útgáfa af því. Hægt er að ná útlitinu með því að nota nóg af eye-liner og dökkum augnskugga í gráum og svörtum. Þótt förðunarfræðingar segi almennt að þegar augun eru máluð áberandi á þennan hátt eigi restin af andlitinu að vera hlutlaust, sáust eldrauðar varir hjá Viktor&Rolf, sem kom mjög vel út og undirstrikaði aðeins myrkrið í kringum augun.

panda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband