Hippaförðun Prada

Förðunin í sýningu Prada fyrir sumarið var virkilega flott og fersk. Áherslurnar voru vel í stíl við fatnaðinn - hippalúkk með lúxusívafi. Notast var við smooky förðun en svo settir gull og kopar skuggar í augnkróka. Húðinni var svo haldið náttúrulegri og þar sem athyglin er á augunum, var vörunum haldið látlausum með smá gljáa.

Það er alls ekki erfitt að ná þessu lúkki, en allt sem til þarf er svartur augnblýantur, grásvartur smudge skuggi, bronstónaður og gulllitaður augnskuggi og svo að lokum svartur maskari. Fyrir varirnar er hægt að nota nude varalit. Til að hafa húðina sem náttúrulegasta er gott að nota serum sem undirbýr húðina, og svo léttan farða yfir.

Förðunarmeistarinn Pat McGraw sem sá um förðunina hjá Prada notaðist einnig við fuschia bleikfjólubláa tóna í augnskugga. Það getur verið gaman að prófa sig áfram með þessa förðun, en þar sem ekki allir þora að nota skæra tóna á við fuschia litinn, er sniðugt að setja örlítið af bleikum kremkinnalit á kinnarnar til að gefa húðinni örlítið ferskara yfirbragð.

pradabeauty

Ég biðst afsökunar á bloggleysi undanfarinna vikna. Það er auðvelt að gleyma sér í sólinni :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband