Tískan í Sex and the City

satctiska2Sex and the City þættirnir hafa óneitanlega haft mikil áhrif á líf kvenna um allan heim og þeirra sjálfsmynd, en tískuáhrifin hafa samt ekki vakið minni athygli. Nú þegar myndin kemur út er náttúrulega enn meira gert úr tískuhliðinni og þar aftur fengin tískudrottning þáttanna, stílistinn Patricia Field, til að klæða vinkonurnar. Sarah Jessica, sem leikur Carrie aðalpersónuna, segir að tískan sé öðruvísi og er það skiljanlegt þar sem persónurnar hafa þroskast og stíllinn breytist með tímanum.

Snilld Patriciu liggur í skilning hennar á persónunum. Það er erfitt starf að skilja karakter hverrar persónu fyrir sig og túlka persónuleika þeirra með fötum. En hún nær því einhvern veginn svo frábærlega að það er erfitt að hugsa hvernig hlutirnir væru ef annar stílisti ætti í hlut. Hún sýnir að persónuleiki er það mikilvægasta þegar föt og tíska eru annars vegar. Hún túlkar hverja persónu á sinn hátt og nær að skila ákveðnum draumaheimi til áhorfenda.

Aðferðir Patriciu er ekki að klæða þær í hönnunarföt beint af sýningarpöllunum. Það væri of einfalt. Hún reynir að opna hugmyndir fyrir öðru eins og vintage fatnaði og antík aukahlutum, og blanda með því dýra og flotta. Þannig nær hún að skapa skemmtilegri klæðnað. Auk þess hefur hún einstaka sýn á föt og er snillingur í að koma með eitthvað óvenjulegt og óvænt – eitthvað sem maður hefði ekki getað hugsað sér.

Í þáttunum, þurftu konurnar aldrei afsökun fyrir því að dressa sig upp. Þær gerðu það einfaldlega af því þeim langaði til þess. Þær voru ekki að reyna að þóknast gildum annarra. Aðalpersónan Carrie Bradshaw, hefur algjörlega sinn eigin stíl og er ekki klædd í tískustrauma. Það er eitthvað dreymandi við fatnað hennar – fjaðrir, pífur, loðfeldir. Hún klæðir sig í það sem hún vill, þegar hún vill. Skóárátta hennar er einnig áberandi út þættina og var merkilegt að sjá tilfinninganæmi hennar þegar skór áttu í hlut – grátur, hlátur og hvaðeina. En ætli tískan sé ekki bara valdamikil og nauðsynleg, eins og sagt er; "A girl needs her shoes".

satctiska3

Carrie: Er óhrædd við tískuna. Ekki hægt að lýsa stílnum með einu orði. Er mikið fyrir hönnuði en blandar fötum oft óvenjulega saman. Skór spila stóra rullu sem og aukahlutir.
Samantha: Fatnaður hennar er kynþokkafullur og skín af sjálfsöryggi. Hún sýnir kvenlegar línur í aðþröngum og áberandi fatnaði. Litir, munstur og glys eru hennar einkennismerki.
Charlotte: Hefur sætan, dömulegan stíl sem ber með sér svolítinn snobbfíling. Hún er alltaf vel til höfð með tilheyrandi útvíðum kjólum og fínum sniðum.
Miranda: Vinnufatnaður hennar samanstendur af drögtum, skyrtum og pencil pilsum. Hreinir litir og beinar, skarpar línur. Klæðnaður hennar í frítíma er þó kvenlegri og meira um liti og þægilegri snið.

satctiska1

 Myndband sem sýnir tískuna í myndinni. Viðtal við Pat Field:

Tískumóment í gegnum tíðina í þáttunum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband