Færsluflokkur: Tískusýningar

Danska tískuvikan

Á sama tíma og tískuvikan var í New York, var einnig tískuvika í Kaupmannahöfn. Það voru um 40 hönnuðir sem sýndu verk sín fyrir næsta haust og þar á meðal voru allavega þrír íslenskir; Steinunn Sigurðar, Mundi Design og svo merkið Andersen & Lauth. En það var mikið að skoða og ég setti saman nokkrar sem mér fannst áhugaverðar.

baumundpferdgarten

Á sýningu Baum un Pferdgarten var blandað svolítið saman kvenlegum stíl við ferskari, yngri stíl. Í byrjun var mikið um dökkbláan lit og hvítan í nokkuð fáguðum sniðum, en svo urðu litirnir ljósari og sniðin frjálslegri. Það var alltaf ákveðinn kvenleiki, þótt inná milli hafi sniðin verið lausari og litirnir djarfari. Það var sem sagt mikill fjölbreytileiki.

bruunsbazaar

Bruuns Bazaar byrjaði með svart og hvítt en svo voru litirnir allsráðandi, bæði navy blár, bleikur og svo var eitthvað um munstur. Það var minni kvenleiki ráðandi þarna en samt ýmis falleg smáatriði.

henrikvibskov

Henrik Vibskov er alltaf frumlegur og það fyrsta sem sýningargestir sáu var sýningarpallur skreyttur pastelgrænum frauðhólkum. Fyrirsæturnar gengu svo fram með tjull fyrir augunum og sýndu skemmtilega hönnun. Línan var nokkuð jarðbundnari en ég hafði búist við, fyrir utan einstaka glansandi spandex galla og leggings. Það er í raun ekki hægt að lýsa línunni í einu orði, en listrænt og frumlegt kemur samt fljótt upp í hugann.

noir

Línan frá Noir var með snert af lúxus, þar sem ríkmannleg efni eins og loðfeldur og leður kom við sögu. Klassísk snið voru höfð í hávegum þótt öllu jöfnu hafi nútímalegur blær verið yfir línunni. Litirnir voru einnig nokkuð klassískir, en sýningin var nánast öll svört og hvít.

stinegoya

Stine Goya er ungur og upprennandi danskur hönnuður og það mátti sjá á línunni hennar sem innihélt flott munstur og liti. Hún notaði röndótt mikið og mátti sjá nokkuð af fjólubláum og gylltum í bland við hefðbundnari liti.

woodwood

Það sem mér fannst mest spennandi við línu Wood Wood var litapallettan. Hún var nokkuð mild, en samt sem áður blönduðust sterkir litir eins og vínrauður fallega saman við þá mildu. Ég ætla að fylgjast með Wood Wood nánar næstu tímabil.

Þess má geta að leður leggins/þröngar buxur voru í mjög mörgum sýningum. Ýmist voru þær paraðar með svörtu að ofan eða munstruðu - með loðfeldi eða meira leðri. Kannski of mikið af því góða, en spurning hvort þetta verði trendið í haust?

Til að nálgast þessi merki á Íslandi, þá fæst Baum und Pferdgarten í Ilse Jacobsen og Henrik Vibskov og Wood Wood fæst í
KronKron. Þetta eru þó haust/vetrar línur, þannig þær koma þá ekki í verslanirnar fyrr en í haust.

Myndir frá copenhagenfashionweek.com


Tískuvikan í New York

Núna er tískuvikan í New York fyrir næsta haust og vetur afstaðin og að venju var nokkuð um flotta hönnun. Ég ætla að taka nokkrar sýningar fyrir sem mér fannst eitthvað varið í.

nyalexanderwang1

Sýning Alexander Wang var dökk og dularfull. Fatnaðurinn var töffaralegur með rifnum sokkabuxum, víðum buxum og stórum jökkum. Það voru þó þröng pils sem gáfu kvenlega tóninn. Leður var notað til að gefa enn harðara útlit.

nybcbg

Max Azria hafði kvenleika í fyrirrúmi við gerð BCBG Max Azria línunnar. Leðurbelti voru notuð til að sýna mittið og gefa lokapunktinn. Litirnir voru mildir með svörtu inn á milli. "BCBG er alltaf að breytast. Þessi stefna er klæðileg með hreinum línum." sagði Lubov Azria, listrænn stjórnandi tískuhússins, fyrir sýninguna.

nybehnazsarafpour

Litirnir hjá Behnaz Sarafpour voru fallegir; fjólublár, ljósgulur og navy blár í bland við svartan, hvítan og gráan. Falleg munstur og smá glamúr í formi pallíetta og glitrandi steina gáfu líf í sýninguna. Virkilega smart.

nyjeremylaing

Jeremy Laing sýndi bæði víða kjóla sem hreyfðust fallega á fyrirsætunum og svo aðþrönga ‘body-con’ kjóla sem voru oftar en ekki með rennilás að framan til að gefa hrátt útlit. Það var eins með buxurnar sem voru annars vegar stuttar og þröngar, og hins vegar mjög víðar. Línan samanstóð af frekar einfaldri hönnun en engu að síður áhugaverðri.

c_documents_and_settings_birgir_my_documents_my_pictures_nykarenwalker

Karen Walker er alltaf með skemmtilega hönnun sem heldur manni við efnið allan tímann. Litirnir voru bjartir með gamaldags munstrum inná milli. Það vantaði þó ákveðna stefnu í línuna, þar sem það var mikið í gangi í einu. Walker er samt sem áður meistari í að láta mismunandi lúkk ganga og var þessi lína engin undantekning. Innblásturinn, barnafatnaður frá viktoríu- og edwardian tímabilinu í bland við götufatnað nútímans komst vel til skila.

c_documents_and_settings_birgir_my_documents_my_pictures_nyyandkei

Gene Kang, annar hönnuða Y & Kei, lýsti línunni fyrir haustið sem rómantískri en þó voru sniðin klassísk. Munstrin voru ekki týpisk blómamunstur, heldur með nútímalegum blæ. Hönnuðirnir náðuað setja fram rómantíska línu án allrar væmni.

Næst er það svo London og mikið af upprennandi hönnuðum þar á ferð, ásamt reyndari. Sjálf er ég spenntust fyrir Luella Bartley, Marios Schwab, Christopher Kane, Jens Laugesen og Armand Basi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband