Færsluflokkur: Trend

Valdakonan

Einkunnarorð þessa trends eru völd og hálfgerð grimmd. Sniðin eru sterk og formin skúlptúruð, einfaldleikinn ræður ríkjum en samt á svo áhugaverðan hátt. Standardinn er nútímakonan – hún er valdamikil, djörf og kynþokkafull. Liturinn er svartur með öðrum hlutlausum litum inná milli. Loðfeldur kemur sterkur inn og undirstrikar völdin og veitir lúxusáhrif. Efnin eru frekar þung, sem hæfa þó sniðunum fullkomlega. Það var ekkert of þröngt eða vítt – einfaldlega fullkomlega sniðið.

Þessi stefna kemur svo sterk inn eftir þægilegan klæðnað sumarsins og má segja að sé algjör andstæða. Laus snið, munstur, litir og hippa og bóhemáhrif er skipt út fyrir skarpara heildarútlit – sem er klassískum konum eflaust kærkomið. En þetta er bara hluti af árstíðunum; sól, hiti og sumarfrí kalla á þægilegra og kærileysislegra útlit en kuldi og framatími bera með sér fagmannlegra og dekkra útlit.

vold

Grunge. Pönk. Dökkt. Dularfullt

Það sem heillaði mig mest við hausttískuna voru grunge áhrifin. Ég hef alltaf verið hrifin af frekar hráu og ófullkomnu lúkki. Trendin sem eru í uppáhaldi hjá mér eru grófir rennilásar, leðurleggings, köflótt og svartar blúndur. Svolítið dimmt og dularfullt; goth í bland við grunge með svolitlu pönki.

Alexander Wang er einn af mínum uppáhaldshönnuðum og einkenndist haustlína hans af hráu lúkki, leðri og þunnum prjónaflíkum. Götóttar sokkabuxur, pokalegar húfur og rennilásar var það sem gaf því fyrrnefnda flott smáatriði. Jakkarnir voru víðir og karlmannlegir á meðan pils voru aðþröng.

fw08al.wang


Hjá Balmain var þemað rokk og ról og var pönkið einnig sjáanlegt. Glansflíkur með pallíetturm og steinum; einnar erma kjólar; slöngu-/zebra-/blettatígraflíkur – glysið og glamúrinn var svo sannarlega til staðar þar.

fw08.balm


Givenchy tískuhúsið var með virkilega dularfulla sýningu þar sem leður og svarti liturinn spiluðu stórt hlutverk ásamt kristilegum táknum og keðjum. Rómantík kom aðeins inn í sýninguna í formi kremaðra og hvítra blússa, margar hverjar með pífum.

fw08.giv


Preen sýningin varð fljótt vinsæl af köflóttu flíkunum. Mér finnst köflótt flottast þegar það er svolítið vítt og grunge-legt í bæði frekar þykkum efnum eða hálfgegnsætt; en báðar útgáfurnar sáust hjá Preen.

fw08.preen

Ameríski draumurinn

Síðasta sumartrendið sem ég mun fjalla um eru rockabilly og Ameríku áhrifin. Allt frá indíanastíl til stjarna Ameríska fánans og köflótt munsturs rockabilly tískunnar.

Rockabillyið nær allt aftur til sjötta áratugarins, en hægt er að fá góðan innblástur úr Grease myndinni gömlu. Leðurjakkar, gingham munstur og rokk og ról eru eitt af aðalsmerkjum stílsins, en Frida Giannini hjá Gucci átti einna mesta þáttinn í trendinu þetta sumarið, en það mátti einnig sjá hjá Luella og Peter Jensen.

Stjörnur og rendur hafa verið mikið í sjónarsviðinu eftir sýningu Chanel. Ameríski fáninn var þar einna stærsti áhrifavaldurinn. Karl Lagerfeld sagði sýningu Chanel vera innblásna af Ameríku árin 1920-30. Stefano Pilati, hönnuðir YSL, sem sýndi stjörnur í sinni sýningu var með ýmis tákn og merki í huga.

Önnur ameríkuáhrif gættu í gallefni, en gallabuxur eru eitthvað mjög svo amerískt. Hver man ekki eftir Brooke Shields í Calvin Klein auglýsingunum? Christopher Kane sýndi rifið gallefni í fölbláum lit en gallaefni var einnig stór partur af sýningu Chanel, þó aðeins fágaðra en hjá Kane.

Kúrekar og indíanar voru ekki víðs fjarri, en kögur og Pocahantas munstur sáust bæði hjá Balmain og Emilio Pucci, en Matthew Williamsson sagði sýningu Pucci hafa verið byggða á road trip um Ameríku – rykug pastelefni minna á eyðimörkina og metal áhrif og valdamiklar flíkur fundu líkingu með glysborginni Las Vegas.

americana


Boho trendið endalausa

Bohemian trendið hefur verið vinsælt síðustu ár og í hvert skipti sem það virðist vera á leiðinni ’út’, tekur það á sig nýja stefnu. Árið 2005 var 'boho-chic' uppgötvað að nýju af stjörnum eins og Sienna Miller og Kate Moss, þar sem hippalegar samsetningar voru í aðalhlutverki. Boho stíllinn hefur farið í gegnum ýmsar breytingar síðustu ár og nú er talað um nýjan boho straum, það er búið að blanda lúxus og alþjóðlegum áhrifum við hann og útkoman er skemmtileg blanda af ríkmannlegum efnum og litum en sama kæruleysislega lúkkinu.

Þessi mynd af boho stílnum kom fyrst fram á sjónarsviðið í sýningu Balenciaga fyrir síðasta haust, þar sem ýmis þjóðleg áhrif blönduðust óvenjulega saman við tæknilegan skófatnað. Þjóðlegu áhrifin spönnuðu allt frá austur evrópskum þjóðarútsaum til ikat munstra. Sýningin vakti gríðarlega lukku og án efa ein af áhrífaríkustu sýningum vetursins 2007-8. Það hvernig munstrum var blandað saman á þægilegan máta, fatnaðurinn var hippalegur en með lúxus touchi – til að mynda voru palestínu klútar skreyttir með gulltjulli.

Í sumarsýningunum voru það hönnuðir á borð við Matthew Williamson sem endurgerðu boho strauminn. Nú bættust við ombre munsturtækni og komu litir skemmtilega út þegar þeim var dýft í aðra. Sumarlúkkið var aðeins tónað niður, þar sem lög af fatnaði og aukahlutum henta ekki eins vel í heitu mánuðunum. Metaláhrifin voru samt á sínum stað til að gefa glys í hippastílinn. Veronica Etro hélt einnig bohemian stílnum í sinni sýningu, en hún fékk innblástur úr litum og munstrum íbúa Tíbet og Indlands. Hún notaðist einnig við minjagripi frá Mexíkó og hugsaði línuna útfrá lífi heimamanna. Roberto Cavalli var undir áhrifum frá Afríku við gerð Just Cavalli línunnar, hvort sem það voru skreytingar á fatnaðinum eða munstur.

Fyrir næsta haust var svo munsturkóngur tískuheimsins til staðar með flott munstur sem tóku á sig tæknilega hlið, en það er aftur hinn eini sanni boho hönnuður Matthew Williamson sem hannar einnig undir merki Emilio Pucci. Það var allt svolítið sett á hærri stall, glamúrinn meiri, munstrin sterkari og áhrifaríkari og meiri tæknileg atriði. Lögin hafa minnkað og það er frekar áhersla á eitt munstur með nóg af aukahlutum.

Eins og sjá má eru hönnuðir undir áhrifum mismunandi heimsálfa til að fá svolítið alþjóðlegt og marglita útlit. En til að ná lúxus-alþjóðlega-boho straumnum, skal blanda saman sterkum litum, munstrum með vott af gulli, metalglingri og kæruleysi. Bætið dökkdumbrauðum nöglum við fyrir aukið drama. Þetta er ekki eins auðvelt og hið gamla boho útlit, heldur krefst þetta meiri fyrirhöfn, en útkoman er líka ólýsanlega flott og ófyrirsjáanleg.

boho


Lúxus smáatriði

Smáatriði eins og fjaðrir, pífur og fleira sem gefur lúxus fíling er eitthvað sem getur alltaf hressað uppá fínni fatnað. Smáatriðin eru allt frá því að vera ofurfín yfir í að vera ýkt. Couture áhrif eru farin að hreiðra um sig í ready-to-wear sýningum.

Fjaðrir minna á glamúrkvikmyndastjörnur gamla tímans en geta þó verið druslulegar. Því þarf að passa að þær séu hreinar í ferskum og frekar ljósum litum. Í því tilfelli er því betra að poppa útlitið upp með rauðum nöglum eða áberandi vörum. Annað sem verður mikið fyrir sumarið eru pífur og rufflur, og getur verið svolítið flott þegar þær eru óhóflega stórar. Eðalhönnuðir eins og Alber Elbaz fyrir Lanvin, Zac Posen og Alexander McQueen voru meðal þeirra sem sýndu þessi lúxus smáatriði, enda ekki öðru að vænta frá þeim.

Hönnuðurinn Giles Deacon sýndi smáatriðin með öðru máti, þar sem efnin voru laser-sniðin í örfín munstur. Hann var innblásin af verkum listamannsins Andreas Kocks, sem gerir klippimyndir úr pappír. Hönnunardúettinn Viktor & Rolf sýndu eins og áður afskaplega sérstök smáatriði þar sem fiðlur og ýktar pífur komu við sögu. Okkur veitti ekki af örlitlum ýktum fjöðrum og pífum hér og þar til að gera lífið skemmtilegra!

luxussmaatridi 


Gull

Þar sem hinn sannkallaða glyskeppni, Eurovision, er í fullum gangi um þessar mundir fannst mér við hæfi að fjalla um gulltrend sumarsins. Gull var ekkert ofuráberandi, en birtist á pöllum hjá lúxus tískuhúsum eins og Burberry Prorsum og Prada. Það er líka svolítill lúxusbragur yfir þessu glansefni, enda hefur gull í gegnum tíðina verið tengt við ríkidæmi. Ólíkt pallíettu og glyssteinaáhrifum síðasta árs er gullið nú frekar í efninu sjálfu. En það er um að gera að klæðast gulli á flottum partýkjólum fyrir hið ultimate glamúr lúkk.

gull

Undirfataáhrif

Þar sem mikið er um rómantík fyrir sumarið voru undirfataáhrif áberandi á sýningarpöllunum. Kvenleg efni eins og silki, siffon og blúnda voru notuð á föt sem minntu helst á undirföt og náttföt. Þau voru þó ekki hugsuð sem slík, heldur frekar til að gefa öðruvísi tvist við hversdagslegri fatnað. Þannig er til dæmis hægt að klæðast fallegum undirfötum undir gegnsæja blússu, en gegnsæ efni eru eitt af stórum trendum sumarsins.

Það getur verið erfitt að klæðast þessu trendi án þess að sýna of mikið, og því skal hafa í huga að það byggist á áhrifum frá undirfötum og liggur því frekar mikið í smáatriðum. Því er best að vera uppdressaður frekar en að líta út eins og maður sé að fara í háttinn og klæðast rokkuðum aukahlutum við til að spila á móti rómantíkinni og væmninni. Þetta er trend sem hægt er að leika sér með og prófa sig svolítið áfram.

undirfot1

undirfot2

undirfot3


Maxi kjólar

Maxi kjólar verða áfram vinsælir þetta sumarið. Bæði sýndu hönnuður þá á sumarsýningum fyrir þetta árið og einnig eru stjörnurnar farnar að klæðast flottum og sumarlegum síðum kjólum. Maxi kjólar eru skósíðir kjólar í fljótandi og þægilegum efnum og geta verið bæði með hlýrum eða hlýralausir. Þeir koma oftast í fallegum munstrum allt frá hippalegum blómaefnum til afríska tribal munstra. Einnig eru bjartir litir vinsælir og þá er þeim oft blandað saman.

Þótt flestir halda að maður þurfi að vera í fyrirsætuhæð til að klæðast slíkum kjólum er það ekki raunin. Langt í frá hafa smávaxnar Hollywood stjörnur klæðst þeim eins og Eva Longoria, Mary-Kate Olsen, Rachel Bilson og Nicole Richie, sem hefur sést í þeim oftar en einu sinni bæði síðasta sumar og einnig nú í vor. Þeir hafa einnig verið vinsælir á meðgöngu, en áðurnefnd Nicole klæddist nokkrum meðan hún var ólétt og nú hafa Jessica Alba og Gwen Stefani einnig sést í þægilegum maxi kjólum. Þeir virðast lengja frekar en stytta en það þarf samt að passa að kjóllin ‘gleypi’ ekki þann sem klæðist honum.

Það sem er svo æðislegt við maxi kjólana er hvað þeir eru þægilegur valkostur. Andstæðan við veturnar þegar maður þarf að klæða sig í margar spjarir og hugsa um að allt passi saman, þá getur verið gott að þurfa ekki að hugsa nánar en að fara í kjólinn og skella sér í smart sumarsandala við (eða sky-high hæla til að virðast hærri). Þeir henta einstaklega vel á daginn í sólinni. Málið er að þeir séu ekki of fínir, þ.e.a.s. efnið sé casual og munstrið sé suðrænt og litirnir hressandi. Þá er ekki hægt að klikka á þessum þægilega valkosti.

maxikjolar2

maxikjolar


Ombre

Eitt af þeim trendum sem munu halda áfram frá vetri til sumars er ombre munstrið. Það var mjög áberandi á haustpöllunum síðustu en kannski ekki alveg eins fyrir sumarið. Það hefur aðeins dregið úr litagleðinni og litirnir frekar dempaðir aðeins niður í ljósa tóna. Fyrir síðasta haust voru litirnir sterkir og ólíkir litir látnir renna saman hjá merkjum eins og Prada, Louis Vuitton og Jonathan Saunders. Nú hinsvegar eru litir eins og svartur, grár, grænn og fjólublár dempaðir niður og frekar paraðir með hvítu til að létta aðeins yfir öllu.

Fyrir þá sem eru ekki vissir á hvað ombre er, þá er það litatækni þar sem tveir litir mætast og á skilunum er þeim blandað mjúklega saman. Nýjasta orðið yfir þetta er 'color bleed' sem mætti útleggja á íslensku sem litablæðing og segir það orð allt sem segja þarf. Það eru samt til fleiri orð yfir þetta eins og 'degrade' og 'dip-dye' sem fleiri þekkja kannski, en þessi litatækni byrjaði á áttunda áratuginum og var einnig vinsæl á þeim tíunda. Það hefur því fengið endurnýjun lífdaga, en á miklu, miklu smekklegri hátt í þetta sinn, eins og svo oft þegar eitthvað kemur aftur í tísku.

Ombre trend sumarsins birtist hjá hönnuðum eins og Diane von Furstenberg, Matthew Williamsson, Luella og Max Azria til að nefna nokkra.

ombre

Ljósfjólublár

Dökkfjólublár litur hefur verið nokkuð vinsæll í vetur, en fyrir sumarið hafa hönnuðir lýst hann og var mikið um föla fjólubláa tóna. Efnin voru jafnan létt eins og silki og chiffon í missterkum pasteltónum. Þar sem sniðin voru nokkuð víð í flestum tilfellum, hentuðu flögrandi efnin vel og gáfu þeim þægilegra yfirbragð. Þessi litur hentar á fallegum kjólum allt frá stuttum sumarkjólum til skósíðra gyðjukjóla. Nokkuð var um rykkingar og voru þeir í stíl grísku kjólana sem verða vinsælir í sumar.

Fjólublár er fágaður litur, en dökkur getur hann verið ógnandi og of áberandi. Ljósfjólublár er aftur á móti meira rómantískur og ferskur og hentar betur á sumrin. Þótt hann sé í pasteltónum getur hann samt verið áberandi en á annan hátt, liturinn er áhugaverður án þess að vera um of. Hann getur jafnvel verið svolítið væminn, sérstaklega ef tónninn fer út í bleikann. Þá er málið að para hreinum línum í plain litum (eins og beige) við, til að fjólublái liturinn sé aðalatriðið og fái þá athygli sem hann á skilið.

fjolublar

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband